Madrid, golf og Gourmet


Madrid, höfuðborg Spánar er stórkostleg borg. Þar er flest sem hugurinn girnist. Frábærir veitingastaðir í miðbor sem á sér fá líka. Mikið mannlíf, listalíf og skemmtanir af ýmsum toga. Verslunargötur torg og menningasetur. Þar má nefna El Prado safnið, Museo del Prado, sem af mörgum er talið hafa heimsins besta safn að Evrópskri list fyrri tíma. Einnig mæa befna Reina Sofia Museum þar sem mikið er af frægustu listaverkum 20 aldar eins og eftir Pablo Picasso, Salvador Dali og Joan Miró.