OLIVA NOVA

GOLF Á OLIVA NOVA 

GOLF OLIVA NOVA Beach & golf resort er í um 70 mínútna fjarlægð frá flugvellinum á Alicante.

Golfvöllurinn er 18 holur hannaður af meistara Severiano Ballesteros. Eins og á flestum völlum sem Severiano hannar kemur hann sínu kennimarki, S fyrir í einhverri glompunni. Völlurinn er vel staðsettur rétt við Costa Blanca ströndina.

Mjög þægilegt er að ganga völlinn. Einkennandi við völlinn er að upphafshöggin eru þægileg á flestum brautum en innáhögg á flatir geta verið vandasöm. Vatn kemur við sögu á mörgum brautum og í þeim speglast pálmatrén. Allt umhverfið er mjög flott.

Æfingaaðstaðan er góð og alla golfdagana eru ókeypis boltar á æfingasvæðinu. Frábært klúbbhús er við völlinn.

 

GISTING:

Frábært 4* hótel, flott herbergi með svölum, frítt WI-Fi, 49“ sjónvarp og minibar.

Frítt í SPA, GYM og sundlaugar.

Glæsilegt morgunverðarhlaðborð innifalið.

Kvöldverður ásamt drykkjum á komudegi. Fjöldi veitingastaða á hótelinu og allt um kring.

Hótelið og völlurin er á Costa Blanca ströndina og rétt við Denía sem er frábær bær til að heimsækja.

https://www.olivanova.com/deporte-y-ocio-deporte-golf

Nánari upplýsingar um hótelið: https://www.olivanova.com/alojamiento-hotel-habitaciones-classic

FERÐATILHÖGUN:

  • Gisting í 10 nætur með morgunverði Classic Double room.

  • Níu golfdagar. Sjö hringir á Oliva Nova, dragkerra og fríir æfingaboltar alla daga á Oliva Nova.

  • Einn hringur La Galiana sem er magnaður golfvöllur í kröppu dalverpi um 50 mín. frá Oliva Nova. Golfbíll innifalinn.

  • Einn hringur á El Saler við Valencia sem er í fjórða sæti yfir bestu golfvelli á Spáni. Síðdegi og kvöld í Valencia.

  • Rúta til og frá Alicante flugvelli.

Viðbætur:

  • Herbergi með sýn til sjávar kr. 17.500 á mann í tveggja manna herbergi.

  • Hægt er að kaupa fullt fæði ásamt drykkjum.

  • Golfbíll 40 evrur á dag.

Upplýsingar:

  • Hægt er að greiða með korti og afborgunum í gegnum pei.is.

  • Staðfestingagjald er kr. 60.000 og óendukræft nema ferð falli niður. Sjá nánar á skilmálar.

  • bg@aleid.is, Baldur sími +3548955877