RÓM, borgin eilífa og golf


Golf og menningarferð til Rómar. Gist er á Sheraton Parco de´ Medici Rome hótelinu sem er steinsnar frá miðborg Rómar. Hótelið stendur við golfvöllinn Golf Club Parco de’ Medici 

 

Hótelið er flott Sheraton hótel í þremur aðskildum byggingum en farþegar á Á LEIÐ gista á Sheraton 2. Sheraton 2 stendur við golfvöllinn og er um 10 mín. gangur í klúbbhúsið.

 

Golfvöllurinn er 3 x 9 holur völlur: White Course og Blue Course eru keppnisvöllur í hæsta gæðaflokki. Red Coures er svo góð tilbreyting, dálítið öðruvísi en mörgum þykir hann ekki síður skemmtilegur. http://www.golfparcodemedici.it/home/?lang=en

 

Klúbbhúsið er, eins og vera ber, í ítölskum stíl. Þar má fá ýmsa góða smárétti en líka glæsilegt miðdags hlaðborð. Mjög gott útisvæði er við klúbbhúsið.

Hér er auðvelt að blanda saman golfi og menningu. Aðeins eru 15 mínútur inn í miðborg Rómar og upplagt að skreppa þangað eftir golf dagsins.

 

Nánari upplýsingar á bg@aleid.is