OLIVA NOVA


GOLF Á OLIVA NOVA

OLIVA NOVA Beach & golf resort er í um 70 mínútna fjarlægð frá flugvellinum á Alicante. Hótelið og völlurin er rétt við Costa Blanca ströndina og rétt við Denía sem er frábær bær til að heimsækja.

Golfvöllurinn er 18 holur hannaður af meistara Severiano Ballesteros. Eins og á flestum völlum sem Severiano hannar kemur hann sínu kennimarki, S fyrir í einhverri glompunni.

Mjög þægilegt er að ganga völlinn. Það má segja að það sem einkennir völlinn er að upphafshöggin eru þægileg á flestum holum en innáhögg á flatir geta verið vandasöm. Vatn kemur við sögu á mörgum brautum og í þeim speglast pálmatrén.

Æfingaaðstaðan er góð og alla golfdagana eru ókeypis boltar á æfingasvæðinu.

Frábært klúbbhús er við völlinn.

https://www.olivanova.com/deporte-y-ocio-deporte-golf

GISTING Á OLIVA NOVA:

Frábært 4* hótel og flott herbergi, Classic Double room. Hægt er að uppfæra herbergi í Classic Suite gegn gjaldi. Frítt WI-Fi, 49“ sjónvarp, minibar og svalir fylgja hverju herbergi.  Frítt í SPA, GYM og sundlaugar. Glæsilegt morgunverðarhlaðborð innifalið.

Nánari upplýsingar um hótelið: https://www.olivanova.com/alojamiento-hotel-habitaciones-classic

 

FERÐATILHÖGUN:

Vika, tíu daga eða lengri ferð:

  • Beint flug til Alicante með Norwegian 4 sinnum í viku

  • Gisting með morgunverði.

  • Golf á Oliva Nova

  • Einnig í boði að spila El Saler, La Galiana og El Bosque

  • Dragkerra og fríir æfingaboltar alla daga á Oliva Nova.

  • Rúta til og frá Alicante flugvelli.

Viðbætur:

  • Hægt er að kaupa fullt fæði.

  • Hægt er að fá sýn til sjávar gegn gjaldi.

Upplýsingar:

  • bg@aleid.is

  • Baldur sími +3548955877