Skilmálar


Á LEIÐ ferðaskrifstofa starfar með leyfi Ferðamálastofu og hefur tryggingar samkvæmt lögum og reglum.

 

BÓKUNAR- OG GREIÐSLUSKILMÁLAR.

Bóka má ferð með tölvupósti, sms, eða símtali og telst bókun staðfest þegar Á LEIÐ hefur staðfest pönntunina með tölvupósti eða SMS.

Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu, netfang og síma.

Greiða þarf staðfestingargjald vegna bókunar aldrei lægra en kr. 80.000 innan viku frá pöntun, enda séu a.m.k. þrír mánuðir í ferð.

Staðfestingargjaldið er óendurkræft.

Ef pöntun er gerð þegar minna en 60 dagar eru í ferð skal ferðin greidd að fullu við bókun.

 

GREIÐSLUR

Greiða má ferð með tvennum hætti: 

  • Leggja inn á reikning félagsins Á LEIÐ
  • Í gegnum greiðsluþjónustu sem Á LEIÐ býður hverju sinni.

Ferð skal að fullu greidd í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför.

Gjald vegna breytinga á ferð er tekið í samræmi við kröfur t.d. flugfélaga og hótela.

Afbókun á ferð skal vera með tölvupósti eða SMS.

Við afbókun ferðar sem hefur verið staðfest endurgreiðir Á LEIÐ inngreidda upphæð að frádregnu staðfestingargjaldi og óendurkræfum kostnaði sem ferðaskrifstofan hefur tekið á sig. Þar er um að ræða staðfestingagjöld á hóteli og og flugi. 

Ferð er ekki endurgreidd þegar minna en 6 vikur eru í brottför.

 

AUGLÝST VERÐ FERÐAR.

Verð á auglýstri ferð er með öllum sköttum og gjöldum nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Verð ferðar getur verið háð gengisbreytingum fram að lokagreiðslu að frádregnum innborgunum.

 

ÁBYRGÐ.

Á LEIÐ ferðaskrifstofa er ekki ábyrg vegna seinkunnara eða niðurfellingar á flugi sem stafa af óviðráðanlegum aðstæðum.

Á LEIÐ er ekki ábyrg vegna skemmda á farangri, hvort sem er í flugi eða með öðrum ferðamáta.

 

TRYGGINGAR FARÞEGA.

Farþegar ættu að huga vel að tryggingamálum sínum. Ferð greidd a.m.k. að hálfu með kreditkorti er í flestum tilfellum með ferðatrygging frá greiðslukortafyrirtækinu. Kynnið ykkur vel skilmála greiðslukortafyrirtækja.

Sjúkratryggingakort sem gildir í Evrópu er hægt að fá hjá Tryggingastofnun og er einnig hægt að sækja um það á heimasíðu stofnunarinnar.